- Kjólar
- Yfirhafnir

- Púðar
- Töskur
-- Leður og skinn
-- Leður og roð

-- Blómatöskur
-- Leður
- FylgihlutirLitla flugan | Töskur

Leður, skinn og fiskroð eru náttúruleg efni sem skemmtilegt er að vinna með, koma af
mismunandi skepnum og fara öll í gegnum sútun áður en hægt er að vinna úr þeim.

Leður er  sterkt og endingargott efni sem þolir vel litun og oft veðrast leðrið skemmtilega
og verður að margra mati fallegra með aldrinum.

Skinnin eru afar misjöfn og hárgerðin getur verið allt frá grófum hárum hreindýrsins
að dúnmjúkum feldi kanínunnar. Erfitt er að sjá fyrir hversu vel hárin halda sér en
ef sútunin hefur tekist vel til helst feldurinn um árabil.

Fiskroðið er tiltölulega nýlegt í tískuvörur og einstaklega lipurt efni sem hægt er að fá
nánast í öllum regnbogans litum.

Til þess að vernda töskur úr náttúrulegu efni er gott að spreyja þær með léttri
vatnsvörn eins og notuð er fyrir skófatnað.

Allar töskur hjá Litlu flugunni eru hannaðar og handgerðar af Jórunni Dóru
sem einnig sérhannar eftir þínum óskum.


     
     
     
Lilta flugan | Sími. 891 6676 | Tölvupóstur: litlaflugan@litlaflugan.is